Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júlí 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Leonardo Ulloa til Leicester á metfé (Staðfest)
Leonardo Ulloa.
Leonardo Ulloa.
Mynd: Getty Images
Leicester hefur keypt framherjann Leonardo Ulloa frá Brighton.

Ulloa er dýrasti leikmaðurinn í sögu Leicester en hann kostar átta milljónir punda. Kaupverðið gæti hækkað upp í tíu milljónir punda ef Ulloa stendur sig vel hjá Leicester.

Þessi 27 ára gamli Argentínumaður skoraði 16 mörk með Brighton á síðasta tímabili en hann kom til félagsins frá Almeria á tvær milljónir punda í janúar árið 2013.

Leicester er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni en áður var Ade Akinbiyi dýrasti leikmaður félagsins þegar hann kom á 5,5 milljónir punda í júlí árið 2000.
Athugasemdir
banner
banner