Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. júlí 2014 11:30
Magnús Már Einarsson
Pabbi Origi: Liverpool líklegasti áfangastaðurinn
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: Getty Images
Faðir Divock Origi hefur staðfest að líklegast sé að leikmaðurinn gangi í raðir Liverpool.

Liverpool vill kaupa Origi frá Lille en franska félagið myndi líklega fá leikmanninn strax aftur á láni á komandi tímabili.

Hinn 19 ára gamli Origi vakti athygli á HM í Brasilíu í sumar en hann gæti gengið í raðir Liverpool á næstu dögum.

,,Samningurinn er ekki klár ennþá en Liverpool er líklegasti áfangastaðurinn," sagði Mike Origi faðir leikmannsins.

,,Það eru önnur lið sem hafa áhuga. Við viljum taka ákvörðun fljótlega. Á mánudag ætti Divock að mæta á sína fyrstu æfingu. Við viljum að allt sé klárt fyrir þann tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner