Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 22. júlí 2014 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Kristinsson útskrifaður með UEFA Pro
Rúnar Kristinsson og Steve McClaren hressir við afhendingu UEFA Pro skírteini.
Rúnar Kristinsson og Steve McClaren hressir við afhendingu UEFA Pro skírteini.
Mynd: KSÍ.is
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR hefur nú bæst í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfagráðu frá erlendu knattspyrnusambandi.

Rúnar sótti námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu sem tók 18 mánuði og útskrifaðist með UEFA Pro gráðu í lok júní.

Með Rúnari á námskeiðinu voru engir aukvissar, meðal manna sem voru á námskeiðinu voru þeir Ryan Giggs, Gary Neville og Paul Ince fyrrum leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.

,,Það eru nokkrir snillingar þarna eins og Giggs og Gary Neville. Við skiptumst á póstum þegar við erum að vinna verkefni saman," segir Rúnar um samskipti sín við stjóra Manchester United." sagði Rúnar í útvarpsþætti Fótbolta.net 3. maí síðastliðin.

,,Ég hef ekkert farið leynt með það að þegar ég tók við KR á miðju tímabili 2010 var það meðvituð ákvörðun að gera þetta eins og maður og fara alla leið í þessu. Ég er búinn að vera í rúmt ár í þessu UEFA pro námi og ég verð að hafa það til að geta þjálfað erlendis," sagði Rúnar í sama viðtali.
Athugasemdir
banner
banner
banner