Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. júlí 2014 23:47
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Celtic: Munum mæta betri liðum en KR
Kjartan Henry í skallaeinvígi í fyrri leik Celtic og KR.
Kjartan Henry í skallaeinvígi í fyrri leik Celtic og KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Norðmaðurinn Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, var ánægður með sína menn eftir að hafa sópað KR örugglega til hliðar með 4-0 sigri í Skotlandi í dag. Celtic vann einvígið samtals 5-0.

„Við byrjuðum leikinn frábærlega og vorum búnir að klára þetta einvígi snemma. Við settum mikla pressu á þá og unnum boltann strax aftur þegar við töpuðum honum," sagði Deila eftir leik, ánægður með að vera kominn í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.

„Við hefðum getað gert betur í seinni hálfleik en duttum aðeins niður. Við hefðum getað unnið þetta stærra en ég get ekki annað en verið ánægður. Völlurinn var betri en þessi á Íslandi en við getum spilað enn hraðari bolta."

„Við byrjuðum leikinn vel en þetta eru ekki erfiðustu mótherjar sem við munum fá. Einhverstaðar verður að byrja. Við tökum á næsta verkefni sama hvað það verður í næstu umferð."

Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, var í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á Vísi í kvöld.

„Þetta var mjög erfitt. Við reyndum okkar besta og spiluðum ágætis leik þó það hljómi kannski skringilega. Þetta er bara klassalið sem spilaði betur en við áttum kannski von á," sagði Kjartan Henry við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner