Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. júlí 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Þrír leikmenn Tindastóls á sjúkrahús eftir æfingu
Leikmennirnir þrír ásamt þjálfurum og stjórnarmönnum Tindastóls.
Leikmennirnir þrír ásamt þjálfurum og stjórnarmönnum Tindastóls.
Mynd: Twitter - Ingvi Hrannar Ómarsson
Óheppnin elti leikmenn Tindastóls á æfingu liðsins á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þegar æfingunni lauk voru þrír af sextán leikmönnum á æfingunni farnir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki.

,,Þetta var allt mjög undarlegt," sagði Óskar Smári Haraldsson við Fótbolta.net en hann var einn af leikmönnunum sem meiddust.

,,Ingvi (Hrannar Ómarsson) fékk högg í rifbeinið og rifbeinsbrotnaði. Svo stuttu seinna að þá var ég að teygja mig í boltann með hægri fæti, og vinstri löppinn varð eftir hálfpartinn og það small rosalega í hnéskélinni."

,,Þegar ég var á leið í röntgen fékk Snorri Geir stjórnarmaður hringingu um að Mark Magee hafi fengið högg á andltitið og hann þurfti að fara líka upp á slysó."


Tindastóll situr á botni 1. deildarinnar með þrjú stig en liðið mætir KV í næsta leik á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner