Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 22. júlí 2015 22:54
Magnús Már Einarsson
Árborg gaf Létti sigurmark á 98. mínútu
Úr leik hjá Létti í sumar.
Úr leik hjá Létti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Léttir sigraði Árborg óvænt 3-2 í hörkuleik í 4. deild karla í kvöld en þett var fyrsta tap síðarnefnda liðsins í sumar.

Sigurmarkið í leiknum kom með óvenjulegum hætti en leikmenn Árborgar leyfðu Benedikt Almari Bjarkasyni, leikmanni Léttis, þá að labba með boltann í markið á 98. mínútu.

Þegar tæpar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma kastaði Valgeir Tómasson, markvörður Léttis, boltanum út af til að hægt væri að huga að meiðslum hjá leikmanni liðsins.

Upp úr innkastinu skoraði hins vegar Árborg mark og í kjölfarið urðu leikmenn Léttist allt annað en sáttir.

„Nokkrir af okkur leikmönnum snéru baki í markmanninn þeirra þegar hann kastaði honum út af. Við grýttum honum löngum inn í teig og skorum," sagði Eiríkur Raphael Elvy leikmaður Árborgar við Fótbolta.net í kvöld.

Leikmenn Léttis voru brjálaðir en eftir stutt fundarhöld ákvað Árborg að gefa mark.

„Ég sá alla atburðarásina og þegar strákarnir byrjuðu að fagna hljóp ég til Guðjóns (Hálfdánarsonar) þjálfara og segi honum frá atvikinu. Við tökum akvörðun um að gefa þeim frítt mark. Ég persónulega vil ekki skora svona mörk," sagði Eiríkur.

Margir muna eftir því þegar ÍA skoraði mark gegn Keflavík árið 2007 eftir að Keflvíkingar höfðu sparkað boltanum út af til að huga af meiðslum leikmanns. Markið var rifjað upp með ítarlegum hætti í Tímavélinni á Fótbolta.net árið 2012.
Athugasemdir
banner