Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   mið 22. júlí 2015 16:42
Elvar Geir Magnússon
Ásmundur þjálfari ÍBV út tímabilið (Staðfest)
Jóhannes Harðarson fær leyfi út sumarið
Ásmundur Arnarsson er tekinn við ÍBV.
Ásmundur Arnarsson er tekinn við ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Jóhannes Harðarson hefur fengið leyfi út tímabilið.
Jóhannes Harðarson hefur fengið leyfi út tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson hefur skrifað undir samning við ÍBV og er nýr þjálfari liðsins í Pepsi-deild karla. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Vestmannaeyjum sem nú stendur yfir.

Ásmundur tekur við af Jóhannesi Harðarsyni sem stígur frá borði vegna persónulegra ástæðna. Jóhannes hafði tekið við ÍBV fyrir tímabilið.

Stefnt er að því að Jóhannes taki aftur við Eyjamönnum eftir tímabilið og er ráðningin á Ásmundi því aðeins tímabundin.

Ásmundur þjálfaði Fylki frá tímabilinu 2012 - 2015 en þar á undan hélt hann um stjórnartaumana hjá Fjölni með góðum árangri. Hann var rekinn frá Fylki nýlega þar sem liðið þótti ekki standa undir væntingum.

4-0 tap fyrir ÍBV í bikarnum fyllti mælinn en Ásmundur mun nú stýra ÍBV í undanúrslitum bikarsins gegn KR þann 30. júlí.

ÍBV er komið upp úr fallsæti eftir 4-0 sigur gegn Fjölni um síðustu helgi, er stigi á undan Leikni sem er í ellefta sæti. Ásmundur stýrir ÍBV í fyrsta sinn á sunnudag þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn.

Fréttatilkynning ÍBV:
Knatt­spyrnuráð karla ÍBV og Ásmund­ur Arn­ars­son hafa náð sam­komu­lagi um að Ásmund­ur taki við meist­ara­flokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjar­veru Jó­hann­es­ar Þórs Harðar­son­ar, sem hef­ur fengið leyfi frá störf­um út leiktíðina af per­sónu­leg­um ástæðum.

Ásmund­ur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálf­ari og rekstr­ar­stjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði fer­il­inn með Völsungi á Húsa­vík, enda Hús­vík­ing­ur í húð og hár. Eft­ir þann fer­il sneri Ási sér að þjálf­un, fyrst sem þjálf­ari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deild­arliði Fjöln­is og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikar­úr­slit á Laug­ar­dals­velli.

Ási hef­ur þjálfað lið Fjöln­is og Fylk­is í Pepsi-deild­inni og hef­ur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knatt­spyrnuráð ÍBV fagn­ar komu Ása til fé­lags­ins og hlakk­ar til góðs sam­starfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hef­ur unnið í vet­ur, vor og sum­ar. Um leið vill Jói Harðar og knatt­spyrnuráð karla ÍBV þakka leik­mönn­um ÍBV fyr­ir frá­bært starf und­an­farn­ar vik­ur við erfiðar aðstæður og einnig stuðnings­fólki liðsins í Eyj­um og uppi á landi.

Það starf og sá ein­beitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hef­ur skilað mörg­um mörk­um og stig­um og stefn­an sett á að halda þeim kúrsi. Eyja­menn eru þekkt­ir fyr­ir sam­heldni og bar­áttu og þau ein­kenni höld­um við áfram að bera með stolti.

Athugasemdir