Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Bitvargurinn má spila gegn Stjörnunni
Nadir Ciftci.
Nadir Ciftci.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Nadir Ciftci hjá Celtic má spila í Garðabænum í kvöld þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í sex leikja bann fyrir að bíta andstæðing. Bannið gildir aðeins um leiki í Skotlandi.

Bitið átti sér stað þegar Ciftci lék fyrir Dundee United en hann gekk svo í raðir Celtic.

Ciftci er þekktur fyrir að vera með stuttan kveikiþráð og er gríðarlegur baráttujaxl.

„Það er kostur hversu erfiður viðureignar hann er. Árásargirni hans er einn af hans kostum sem leikmaður og það er ekki hægt að taka hana frá honum. Hann verður hinsvegar að hafa stjórn á henni," sagði Ronny Deila, stjóri Celtic, á fréttamannafundi í gær.

„Sigurvegarar dansa oft á línunni og gera allt til að vinna. Hann er vonsvikinn núna og sér eftir gjörðum sínum. Við viljum auðvitað að hann forðist það að fara í leikbönn. Hann mun eiga langan feril hjá Celtic framundan."

Leikur Stjörnunnar og Celtic hefst 19:15 á Samsung-vellinum í kvöld. Celtic vann fyrri leikinn 2-0.

Sjá einnig:
Rúnar Páll: Skotarnir verða pirraðir
Stjóri Celtic: Rúnar verður að ferðast um Skotland
Michael Præst: Eigum bestu stuðningsmenn Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner