Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 22. júlí 2015 11:00
Mate Dalmay
Boltinn rúllar á Síminn Rey Cup
Frá Rey Cup í fyrra
Frá Rey Cup í fyrra
Mynd: rey cup
Í kvöld miðvikudaginn 22.júlí verður fótboltamótið Síminn Rey Cup sett í Laugardalnum í Reykjavík. Mikill áhugi hefur verið á mótinu innanlands og einnig erlendis frá.

Fullbókað er á mótinu með alls 88 keppnislið í 4ja og 3ja flokki stelpna og stráka og komust færri lið að en vildu. Ástæðan er einföld, vellirnir í Laugardal bera ekki fleiri lið en alls eru spilaðir rúmlega 270 leikir á mótinu.

Fyrir utan fjölda íslenskra liða þá eru mætt á mótið lið frá Grænlandi, Noregi, Danmörku og Englandi, alls 7 lið. Þekktustu liðin eru Norwich City sem mætir nú á mótið þriðja árið í röð en þeim hefur ekki enn tekist að sigra á mótinu og Stoke City sem kom á mótið fyrir um áratug síðan.

Áhugamenn um fótbolta eru hvattir til að kíkja við í Laugardalnum en spilað verður frá kl. 8 til 19 á alls 7 völlum.

Einnig er hægt að fylgjast með á facebook.com/reycupiceland og #siminnreycup
Athugasemdir
banner
banner
banner