„Er það ekki yfirleitt markahæsti leikmaðurinn sem fær þessi verðlaun? Það hefði alveg eins getað verið sú sem fær á sig fæst mörk. Þetta er bara viðurkenning fyrir Blika," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks eftir að hún fékk viðurkenningu fyrir að vera best í umferðum 1-9 í Pepsi-deild kvenna.
Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk.
„Stefnan var að skora meira en í fyrra og það hefur gengið. Ég er kannski opnari fyrir því að ég get líka skorað en ekki bara lagt upp."
Breiðablik lagði Aftureldingu 1-0 í gær og er áfram með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar.
„Við þurfum að spýta í lófana. Það þýðir ekkert að spila eins og í gær. Við vorum ekkert sérstaklega góðar. Þetta var mjög erfið fæðing, sagði Fanndís.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir