Watford hefur fengið spænska miðjumanninn Jose Manuel Jurado í sínar raðir frá Spartak Moskvu.
Jurado er uppalinn hjá Real Madrid en hann lék þrjá leiki með aðalliði félagsins áður en hann fór til nágrannanna í Atletico árið 2006.
Jurado er uppalinn hjá Real Madrid en hann lék þrjá leiki með aðalliði félagsins áður en hann fór til nágrannanna í Atletico árið 2006.
Hinn 29 ára gamli Jurado spilaði í fjögur ár með Atletico áður en hann fór til Schalke árið 2010.
Undanfarin tvö ár hefur Jurado síðan spilað í Rússlandi.
Jurado er níundi leikmaðurinn sem Watford fær í sumar en nýliðarnir sömdu fyrr í dag við varnarmanninn Miguel Britos.
Athugasemdir