Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. júlí 2015 13:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Guðmann, Lennon og Atli Viðar ekki með í Bakú
Atli Viðar varð eftir í London.
Atli Viðar varð eftir í London.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH mætir Inter Bakú í Aser­baíd­sj­an á morgun í seinni viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Inter vann fyrri leikinn 2-1 og er FH því í afar erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Ekki bætir úr skák að FH verður án mikilvægra leikmanna í leiknum á morgun sem verður klukkan 16 að íslenskum tíma. Frá þessu greinir heimasíða Morgunblaðsins.

Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson hefur verið að spila í gegnum meiðsli í hásin síðustu leiki og getur ekki spilað gegn Inter.

Sóknarmaðurinn Steven Lennon er meiddur í hæl og ferðaðist ekki með til Aserbaidsjan. Þá veiktist Atli Viðar Björnsson í ferðalaginu til London en þar millilenti FH.

„Í flug­inu á leið til London fór með að líða illa og við kom­una á flug­völl­inn var ég al­gjör­lega bú­inn. Ég var einn í her­bergi um nótt­ina og í gær­morg­un var ljóst að ég hafði enga heilsu til að fara með liðinu til Bakú," sagði Atli við mbl.is.

Þá verður Kristján Finnbogason, hinn 44 ára varamarkvörður FH, í markinu þar sem Róbert Örn Óskarsson fékk rauða spjaldið í fyrri leiknum. Kristján verður elsti leikmaður í sögu Evrópudeildarinnar til að byrja leik í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner