Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júlí 2015 11:41
Magnús Már Einarsson
Jón Stefán tekur við Dalvík/Reyni (Staðfest)
Jón Stefán Jónsson.
Jón Stefán Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Stefán Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis en þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson formaður félagsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Pétur Heiðar Kristjánsson hætti sem þjálfari Dalvíkur/Reynis í síðustu viku og Jóhann Már Kristinsson, aðstoðarþjálfari liðsins, var við stjórnvölinn í 1-0 tapi gegn Aftureldingu síðastliðinn föstudag.

Jóhann Már verður áfram aðstoðarþjálfari með Jóni Stefáni.

Jón Stefán hefur lengst af þjálfað yngri flokka hjá Þór en hann þjálfaði einnig meistaraflokk kvenna hjá Haukum árið 2012 og 2013.

Dalvík/Reynir er á botninum í 2. deildinni með fimm stig en næsti leikur liðsins er gegn Njarðvík á laugardag.

Dalvík/Reynir er að vinna í að styrkja leikmannahóp sinn en Árni Rúnar Örvarsson er kominn til félagsins eftir að hafa leikið í neðri deildunum í Noregi og þá er framherji frá Írlandi væntanlegur á næstunni.

Þá er Dalvík/Reynir einnig að fá markvörðinn Kristján Pétur Þórarinsson á láni frá FH. Kristján Pétur var í láni hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta sumars en hann var varamarkvörður þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner