Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Llorente á leið til Manchester United?
Powerade
Fernando Llorente.
Fernando Llorente.
Mynd: Getty Images
Szczesny er á leið til Roma.
Szczesny er á leið til Roma.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er í lengri kantinum í dag enda nóg að gerast þessa dagana!



Framherjinn sem Louis van Gaal segir að sé á leið til Manchester United er Fernando Llorente framherji Juventus. (Daily Mirror)

Manchester United vill fá Sergio Ramos og Keylor Navas í skiptum fyrir David De Gea eða 28 milljónir punda í peningum. (Marca)

Florentino Perez, forseti Real, ætlar að funda með Ramos á næstunni en varnarmaðurinn hefur náð munnlegu samkomulagi um samning við Manchester United ef félögin ná saman. (AS.com)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að liðið þurfi mögulega að borga rosalega upphæð til að fá John Stones frá Everton. (Daily Mail)

PSG vill kaupa Angel Di Maria áður en hann flýgur til móts við Manchester United í æfingaferð í Bandaríkjunum. (Telegraph)

Samir Nasri segir að þeir stuðningsmenn liðsins sem bauluðu á Raheem Sterling gegn Roma í gær séu heimskir. (Manchester Evening News)

Kolo Toure telur að Liverpool geti gert góða hluti í ensku úrvalsdeildinni eftir kaup á Christian Benteke frá Aston Villa. (Liveprool Echo)

Rickie Lambert og Fabio Borini gætu farið frá Liverpool þegar kaupin á Benteke verða kláruð. (Independent)

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard ætlar að klára samning sinn hjá Manchester United þrátt fyrir að Sergio Romero sé á leið til félagsins. (Daily Star)

Filipe Luis er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að fara frá Chelsea aftur til Atletico Madrid. (Times)

Newcastle vonast ennþá til að geta keypt Florian Thauvin frá Marseille í sumar. (Newcastle Chronicle)

West Ham er að fá miðjumanninn Manuel Lanzini á láni frá River Plate. (Evening Standard)

West Ham gæti einnig reynt að fá Esteban Cambiasso sem er á förum frá Leicester. (Mirror)

Roma er í viðræðum við Wojciech Szczesny markvörð Arsenal um eins árs lánssamning. (Talksport)

Arsenal mun missa af Julian Draxler framherja Schalke en hann er á leið til Juventus. (Goal.com)

Tottenham hefur lagt fram sjö milljóna punda tilboð í Clinton N'Jie framherja lyon. (Daily Star)

Al Ahli hefur boðið sex milljónir punda í Bafetimbi Gomis framherja Swansea. (Daily Mirror)

Marouane Fellaini hefur beðið Louis van Gaal afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hann byrjar nýtt tímabil í þriggja leikja banni. (Express)

Watford er að kaupa varnarmanninn Miguel Britos frá Napoli. (Watford Observer)

Alex McCarthy, markvörður QPR, er á leið til Crystal Palace. (Croydon Advertiser)
Athugasemdir
banner
banner
banner