Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 22. júlí 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Miguel Britos til Watford (Staðfest)
Watford hefur gert þriggja ára samning við varnarmanninn Miguel Britos.

Britos varð samningslaus á dögunum eftir að hafa leikið með Napoli undanfarin fjögur ár.

Britos var rekinn af velli í lokaleik sínum með Napoli í maí en þá skallaði hann Alvaro Morata framherja Juventus.

Úrúgvæinn er áttundi leikmaðurinn sem Watford krækir í síðan að liðið vann sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.
Athugasemdir
banner