Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2015 15:44
Fótbolti.net
Peran spilaði fótbolta í 12 ár án þess að læra nokkuð
Peran sló í gegn á Snapchat.
Peran sló í gegn á Snapchat.
Mynd: Nútíminn
Maggi Peran sló í gegn í vikunni en þessi litríki stuðningsmaður Leiknis sá um Snapchat okkar, Fotboltinet, á mánudag. Sama dag og Leiknir lék gegn Val í Pepsi-deildinni.

Peran lenti í allskonar ævintýrum á leikdegi, reyndi ýmsar leiðir til að safna peningum svo Leiknir gæti styrkt sig í glugganum, rændi leikmanni Fjölnis og svaraði aðsendum spurningum milli þess sem hann hitaði upp fyrir leikinn gegn Val.

Deginum lauk hann svo á því að klifra yfir grindverk Breiðholtslaugarinnar og skella sér í miðnætursund.

Í mjög skemmtilegri grein sem Nútíminn tók saman fá lesendur að kynnast Perunni frekar. Þar opinberar hann meðal annars hvaðan gælunafnið er komið og segir frá því þegar hann hótaði Snorra Steini Guðjónssyni.

Hann byrjaði að æfa með Leikni fimm ára gamall og æfði í 12 ár. Hann segist þó hvorki hafa lært að taka á móti bolta né senda hann frá sér.

Smelltu hér til að lesa greinina.
Athugasemdir
banner
banner
banner