Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2016 22:34
Jóhann Ingi Hafþórsson
3. deild: Tindastóll aftur á toppinn
Bjaki Már skoraði í kvöld.
Bjaki Már skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 4 - 1 Vængir Júpíters
1-0 Bjarki Már Árnason ('18)
2-0 Fannar Örn Kolbeinsson ('38)
2-1 Hjörleifur Þórðarson ('40)
3-1 Kenneth Hogg ('46)
4-1 Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson ('82)

Einn leikur fór fram í 3. deildinni í kvöld. Þá mætti Tindastóll, Vængjum Júpíters.

Tindastóll vann leikinn 4-1 og var sigurinn aldrei í mikilli hættu. Staðan var oðrin 2-0 stuttu fyrir hálfelik en Hjörleifur Þórðarson skoraði undir lok hálfleiksins og gerði þetta að leik í seinni hálfleik.

Í seinni hálfleiknum voru Stólarnir hins vegar sterkari og skoruðu tvö mörk gegn engu og tryggðu sér góðan sigur.

Fyrir vikið fóru þeir aftur í toppsætið, uppfyrir Víði. Vængir Júpíters eru ennþá í 3. sæti eftir tapið.
Athugasemdir
banner
banner