Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. júlí 2016 15:15
Magnús Már Einarsson
Arnór Snær, Sólon Breki og Daníel í Vestra (Staðfest)
Sólon Breki Leifsson.
Sólon Breki Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri hefur fengið Aron Snær Friðriksson og Sólon Breka Leifsson á láni frá Breiðabliki.

Aron Snær er markvörður sem er fæddur árið 1997 en Sólon Breki er sóknarmaður á sama aldri.

Sólon Breki hefur komið við sögu í þremur leikjum í Pepsi-deildinni í sumar en Aron Snær hefur verið varamarkvörður liðsins.

Vestri er einnig að fá Daníel Agnar Ásgeirsson, miðjumann frá Stjörnunni, en hann var á sínum tíma í yngri flokkunum á Vestfjörðum.

Vestri mætir KF í 12. umferðinni í 2. deildinni á morgun.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner