Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júlí 2016 14:55
Magnús Már Einarsson
Búið að kynna Stóra Sam - Sunderland í stjóraleit
Stóri Sam er líflegur karakter.
Stóri Sam er líflegur karakter.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið er búið að kynna Sam Allardyce til leiks sem næsta landsliðsþjálfara Englendinga.

Allardyce tekur við af Roy Hodgson sem sagði upp eftir að England tapaði fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum Ebvrópumótsins í Frakklandi.

Enska knattspyrnusambandið ræddi við Allardyce og Steve Bruce en Allardyce var efstur á blaði.

Allardyce, sem er 61 árs og er fyrrum stjóri West Ham, Newcastle og Bolton, yfirgefur Sunderland eftir níu mánuði við stjórnvölinn.

Sunderland hefur nú þegar hafið leit að nýjum knattspyrnustjóra. „Við vonumst til að geta kynnt nýjan stjóra við fyrsta tækifæri," sagði í stuttri yfirlýsingu frá Sunderland í dag.
Athugasemdir
banner
banner