Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. júlí 2016 14:09
Magnús Már Einarsson
Gilles Mbang Ondo á leið í Fjarðabyggð
Gilles Mbang Ondo.
Gilles Mbang Ondo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gilles Mbang Ondo, fyrrum framherji Grindvíkinga, er líklega á leið í Fjarðabyggð en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Loic Ondo, bróðir Gilles Mbang, hefur leikið í vörninni hjá Fjarðabyggð í sumar.

Gilles Mbang Ondo spilaði með Grindvíkingum við góðan orðstír frá 2008 til 2010 áður en hann fór til Noregs þar sem hann lék með Stabæk og Sandnes Ulf.

Hinn þrítugi Ondo varð meistari með Nemjeh í Líbanon árið 2013 en síðustu tvö árin hefur hann spilað í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Óman.

Fjarðabyggð er að missa sóknarmanninn Jón Arnar Barðdal í skóla til Bandaríkjanna og Ondo á að fylla hans skarð.

Ondo samdi á dögunum við ASM Belfort í frönsku C-deildinni en hann má ekki byrja að spila þar fyrr en í október. Hann spilar því með Fjarðabyggð þangað til þá.

Hér að neðan má sjá mark sem Ondo skoraði með ASM Belfort gegn stórliði Lyon í æfingaleik í síðustu viku. Markið er fyrsta markið í myndbandinu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner