fös 22. júlí 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Pochettino og Simeone á blaði hjá argentínska landsliðinu
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Armando Perez, hjá argentínska knattspyrnusambandinu, er á leið til Evrópu til að ræða við mögulega eftirmenn Gerardo Martino með argentínska landsliðið.

Martino hætti eftir Copa America á dögunum.

Perez ætlar að funda með Diego Simeone (Atletico Madrid) Mauricio Pochettino (Tottenham) og Jorge Sampaoli (Sevilla) en þeir koma til greina í starfið.

Argentínumenn ætla að ráða þjálfara á næstunni þar sem undankeppni HM efst snemma í september.

Perez ætlar að nýta ferðina til Spánar til að ræða við Lionel Messi og reyna að fá hann til að hætta við ákvörðun sína um að hætta að spila með argentínska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner