Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 22. júlí 2017 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín Jóns: Nú er kominn tími á að taka Sviss
Katrín er fyrrum landsliðsfyrirliði.
Katrín er fyrrum landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Jónsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands, er mætt til Hollands að styðja stelpurnar okkar, eins og svo margir aðrir Íslendingar.

Ísland mætir í dag Sviss í öðrum leik sínum á EM.

„Það er frábært, sérstaklega þegar maður sér hvað þetta er orðið mikið stærra," sagði Katrín aðspurð út í það hvernig það væri að mæta á mótið sem stuðningsmaður.

Katrín var fyrirliði íslenska liðsins, bæði á EM fyrir átta árum og EM fyrir fjórum árum. Hún var beðin um að lýsa því hvernig það var þegar hún leiddi liðið út á völlinn á EM 2009.

„Þá var rosaleg spenna, við vorum allar með hátt spennustig. Þetta var fyrsta mót og einkenndist svolítið af því."

„Umgjörðin er miklu betri núna, líka hjá KSÍ. Fjölmiðlar hafa tekið við sér og fyrirtæki leitast eftir því að leikmenn auglýsi hjá sér."

Ísland mætir Sviss á eftir. Hvernig líst Katrínu á þann leik?

„Mér líst rosa vel á hann. Ég spái Íslandi sigri. Nú er kominn tími á að taka Sviss og það er í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner