Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. júlí 2017 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool vann æfingamót í Hong Kong
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 1 Leicester City
0-1 Islam Slimani ('12)
1-1 Mohamed Salah ('20)
2-1 Philippe Coutinho ('44)

Liverpool tryggði sér í dag sigur á æfingamóti í Hong Kong. Liverpool mætti Leicester City í úrslitaleik í dag eftir að hafa unnið Crystal Palace 2-0 í undanúrslitum fyrr í vikunni.

Leicester komst yfir með marki frá Islam Slimani, en áður en fyrri hálfleikurinn var flautaður af var staðan orðin 2-1 fyrir Liverpool. Mohamed Salah jafnaði og Philippe Coutinho bætti síðan við.

Það reyndist sigurmark Liverpool og fyrsti titilinn kominn í hús.

Í leiknum um þriðja sætið vann Crystal Palace 2-0 sigur á West Brom.

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, Lovren, Milner, Wijnaldum, Lallana, Coutinho, Salah, Firmino, Origi.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Morgan, Maguire, Fuchs, Amartey, James, Drinkwater, Albrighton, Mahrez, Slimani, Vardy.

Leikurinn um þriðja sætið:
West Brom 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Luka Milivojevic ('11)
0-2 Bakary Sako ('43)



Athugasemdir
banner
banner
banner