lau 22. júlí 2017 15:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Auðveldur sigur FH gegn Skagamönnum
Skotarnir sáu um að skora mörkin
Lennon var á skotskónum.
Lennon var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 0 ÍA
1-0 Robbie Crawford ('18)
2-0 Steven Lennon ('26)
Lestu nánar um leikinn

FH hafði ekki mikið fyrir því að leggja FH að velli í Pepsi-deild karla í dag. Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli, en um fyrsta leikinn í 12. umferð Pepsi-deildarinnar var að ræða.

FH-ingar byrjuðu leikinn vel og eftir 18 mínútur kom fyrsta markið eftir flotta sókn. Robbie Crawford komst í gegn og átti skot sem Páll Gísli í marki Skagamann, en í kjölfarið fékk Atli Guðnason boltann. Atli fékk tíma til að koma honum á Crawford sem stýrði boltanum í netið. Þetta var fyrsta mark hans í deildinni.

Átta mínútum síðar gerði annar Skoti í liði FH, Steven Lennon, annað mark. Markið var ansi einfalt, Atli Guðna lagði boltann í gegn á Lennon sem kláraði virkilega vel.

Leikurinn fjaraði eiginlega út eftir þetta. FH-ingar kláruðu þennan leik í rólegheitum og unnu að lokum 2-0 sigur.

Mikilvægur sigur fyrir FH sem er núna í þriðja sæti með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Það gengur ekki eins vel hjá Skagamönnum, þeir eru á botninum með níu stig.
Athugasemdir
banner
banner