De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 22. ágúst 2013 21:53
Fótbolti.net
Óli Kristjáns: Ég hefði meira segja dæmt á þetta á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við gerðum í sjálfu sér nógu mikið til að vinna þennan leik. Það eru tvö atvik þar sem við erum að verjast sem verða þess valdandi að við vinnum ekki. Öðru atvikinu höfðum við stjórn á en hinu ekki," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA í kvöld.

Eggert Kári Karlsson skoraði fyrra mark ÍA en vafi leikur á hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Ólafur segist ekki geta dæmt um það.

,,Það er ómögulegur vinkill sem ég hef á þessu á hliðarlínunni með fullt af Blikum og Skagamönnum fyrir framan mig. Ég var í engri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst fyrst og fremst vera brotið á markmanninum Gulla en svo verða aðrir að dæma um það hvort hann var inni eða ekki."

Guðjón Pétur Lýðsson fór meiddur af velli og Ólafur var ósáttur við að fá ekki brot þar.

,,Hann hefur sennilega stigið á hásinina á sjálfum sér og sparkað sér niður en leikurinn hélt áfram. Það stórsér á honum."

,,Einhverntímann gerðist það á Selfossi að maður fótbraut sjálfan sig. Hann hefur sennilega slasað sjálfan sig þarna, að minnsta kosti var ekkert dæmt,"
sagði Ólafur sem vildi fá brot í þessu atviki. ,,Ég hefði meira að segja dæmt á þetta á æfingu og ég dæmi ekki mikið á æfingu."

Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik og óvíst er hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

,,Hann mun ekki spila næsta mánuðinn. Hann þarf að fá tíma til að jafna sig. Það er hans og læknanna að skera úr um það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner