Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 22. ágúst 2013 21:53
Fótbolti.net
Óli Kristjáns: Ég hefði meira segja dæmt á þetta á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við gerðum í sjálfu sér nógu mikið til að vinna þennan leik. Það eru tvö atvik þar sem við erum að verjast sem verða þess valdandi að við vinnum ekki. Öðru atvikinu höfðum við stjórn á en hinu ekki," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA í kvöld.

Eggert Kári Karlsson skoraði fyrra mark ÍA en vafi leikur á hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Ólafur segist ekki geta dæmt um það.

,,Það er ómögulegur vinkill sem ég hef á þessu á hliðarlínunni með fullt af Blikum og Skagamönnum fyrir framan mig. Ég var í engri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst fyrst og fremst vera brotið á markmanninum Gulla en svo verða aðrir að dæma um það hvort hann var inni eða ekki."

Guðjón Pétur Lýðsson fór meiddur af velli og Ólafur var ósáttur við að fá ekki brot þar.

,,Hann hefur sennilega stigið á hásinina á sjálfum sér og sparkað sér niður en leikurinn hélt áfram. Það stórsér á honum."

,,Einhverntímann gerðist það á Selfossi að maður fótbraut sjálfan sig. Hann hefur sennilega slasað sjálfan sig þarna, að minnsta kosti var ekkert dæmt,"
sagði Ólafur sem vildi fá brot í þessu atviki. ,,Ég hefði meira að segja dæmt á þetta á æfingu og ég dæmi ekki mikið á æfingu."

Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik og óvíst er hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

,,Hann mun ekki spila næsta mánuðinn. Hann þarf að fá tíma til að jafna sig. Það er hans og læknanna að skera úr um það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner