Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 22. ágúst 2013 21:53
Fótbolti.net
Óli Kristjáns: Ég hefði meira segja dæmt á þetta á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við gerðum í sjálfu sér nógu mikið til að vinna þennan leik. Það eru tvö atvik þar sem við erum að verjast sem verða þess valdandi að við vinnum ekki. Öðru atvikinu höfðum við stjórn á en hinu ekki," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA í kvöld.

Eggert Kári Karlsson skoraði fyrra mark ÍA en vafi leikur á hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Ólafur segist ekki geta dæmt um það.

,,Það er ómögulegur vinkill sem ég hef á þessu á hliðarlínunni með fullt af Blikum og Skagamönnum fyrir framan mig. Ég var í engri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst fyrst og fremst vera brotið á markmanninum Gulla en svo verða aðrir að dæma um það hvort hann var inni eða ekki."

Guðjón Pétur Lýðsson fór meiddur af velli og Ólafur var ósáttur við að fá ekki brot þar.

,,Hann hefur sennilega stigið á hásinina á sjálfum sér og sparkað sér niður en leikurinn hélt áfram. Það stórsér á honum."

,,Einhverntímann gerðist það á Selfossi að maður fótbraut sjálfan sig. Hann hefur sennilega slasað sjálfan sig þarna, að minnsta kosti var ekkert dæmt,"
sagði Ólafur sem vildi fá brot í þessu atviki. ,,Ég hefði meira að segja dæmt á þetta á æfingu og ég dæmi ekki mikið á æfingu."

Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik og óvíst er hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

,,Hann mun ekki spila næsta mánuðinn. Hann þarf að fá tíma til að jafna sig. Það er hans og læknanna að skera úr um það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner