Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 22. ágúst 2013 21:53
Fótbolti.net
Óli Kristjáns: Ég hefði meira segja dæmt á þetta á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við gerðum í sjálfu sér nógu mikið til að vinna þennan leik. Það eru tvö atvik þar sem við erum að verjast sem verða þess valdandi að við vinnum ekki. Öðru atvikinu höfðum við stjórn á en hinu ekki," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA í kvöld.

Eggert Kári Karlsson skoraði fyrra mark ÍA en vafi leikur á hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Ólafur segist ekki geta dæmt um það.

,,Það er ómögulegur vinkill sem ég hef á þessu á hliðarlínunni með fullt af Blikum og Skagamönnum fyrir framan mig. Ég var í engri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst fyrst og fremst vera brotið á markmanninum Gulla en svo verða aðrir að dæma um það hvort hann var inni eða ekki."

Guðjón Pétur Lýðsson fór meiddur af velli og Ólafur var ósáttur við að fá ekki brot þar.

,,Hann hefur sennilega stigið á hásinina á sjálfum sér og sparkað sér niður en leikurinn hélt áfram. Það stórsér á honum."

,,Einhverntímann gerðist það á Selfossi að maður fótbraut sjálfan sig. Hann hefur sennilega slasað sjálfan sig þarna, að minnsta kosti var ekkert dæmt,"
sagði Ólafur sem vildi fá brot í þessu atviki. ,,Ég hefði meira að segja dæmt á þetta á æfingu og ég dæmi ekki mikið á æfingu."

Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik og óvíst er hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

,,Hann mun ekki spila næsta mánuðinn. Hann þarf að fá tíma til að jafna sig. Það er hans og læknanna að skera úr um það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner