Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 22. ágúst 2013 21:53
Fótbolti.net
Óli Kristjáns: Ég hefði meira segja dæmt á þetta á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við gerðum í sjálfu sér nógu mikið til að vinna þennan leik. Það eru tvö atvik þar sem við erum að verjast sem verða þess valdandi að við vinnum ekki. Öðru atvikinu höfðum við stjórn á en hinu ekki," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA í kvöld.

Eggert Kári Karlsson skoraði fyrra mark ÍA en vafi leikur á hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Ólafur segist ekki geta dæmt um það.

,,Það er ómögulegur vinkill sem ég hef á þessu á hliðarlínunni með fullt af Blikum og Skagamönnum fyrir framan mig. Ég var í engri aðstöðu til að sjá það. Mér fannst fyrst og fremst vera brotið á markmanninum Gulla en svo verða aðrir að dæma um það hvort hann var inni eða ekki."

Guðjón Pétur Lýðsson fór meiddur af velli og Ólafur var ósáttur við að fá ekki brot þar.

,,Hann hefur sennilega stigið á hásinina á sjálfum sér og sparkað sér niður en leikurinn hélt áfram. Það stórsér á honum."

,,Einhverntímann gerðist það á Selfossi að maður fótbraut sjálfan sig. Hann hefur sennilega slasað sjálfan sig þarna, að minnsta kosti var ekkert dæmt,"
sagði Ólafur sem vildi fá brot í þessu atviki. ,,Ég hefði meira að segja dæmt á þetta á æfingu og ég dæmi ekki mikið á æfingu."

Elfar Árni Aðalsteinsson fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik og óvíst er hvenær hann snýr aftur á fótboltavöllinn.

,,Hann mun ekki spila næsta mánuðinn. Hann þarf að fá tíma til að jafna sig. Það er hans og læknanna að skera úr um það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner