Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. ágúst 2014 05:55
Magnús Már Einarsson
England um helgina - Manchester City mætir Liverpool
Manchester City fær Liverpool í heimsókn.
Manchester City fær Liverpool í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Önnur umferðin í ensku úrvalsdeildinni er á dagskrá um helgina.

Stórleikur umferðarinnar er á mánudagskvöld þegar Manchester City og Liverpool eigast við en þessi lið börðust um titilinn á síðasta tímabili.

Chelsea fær Leicester í heimsókn á morgun og Arsenal mætir Everton. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea munu reyna að fylgja eftir sigrinum á Manchester United þegar liðið mætir Burnley á morgun.

Á sunnudag mun Tottenham leika við QPR í Lundúnarslag auk þess sem Louis van Gaal og lærisveinar hans í Manchester United heimsækja Sunderland.

Laugardagur:
11:45 Aston Villa - Newcastle (Beint á Stöð 2 Sport 2)
14:00 Chelsea - Leicester (Beint á Stöð 2 Sport 3)
14:00 Crystal Palace - West Ham (Beint á Stöð 2 Sport 4)
14.00 Southampton - WBA (Beint á Stöð 2 Sport 5)
14:00 Swansea - Burnley (Beint á Stöð 2 Sport 2)
16:30 Everton - Arsenal (Beint á Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
12:30 Hull - Stoke (Beint á Stöð 2 Sport 3)
12:30 Tottenham - QPR (Beint á Stöð 2 Sport 2)
15:00 Sunderland - Manchester United (Beint á Stöð 2 Sport 2)

Mánudagur:
19:00 Manchester City - Liverpool (Beint á Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner