Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. ágúst 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Kári þarf stig til að komast í úrslitakeppnina
Leiknir Fáskrúðsfirði getur komið sér í sex stiga forystu í þriðju deildinni.
Leiknir Fáskrúðsfirði getur komið sér í sex stiga forystu í þriðju deildinni.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Það eru sex leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem þrír eru í 1. deild kvenna og þrír í neðri deildum í karlaboltanum.

Spennan er mest í A riðli fjórðu deildar þar sem Kári þarf stig gegn botnliði Kónganna til að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina á kostnað Hvíta riddarans.

Annars er ekki mikil spenna í leikjum dagsins þar sem Höttur og Grindavík geta blandað sér í toppbaráttu með sigrum í sínum leikjum.

Þá getur Leiknir Fáskrúðsfirði komist í sex stiga forystu á toppi þriðju deildar með sigri gegn Víði sem er fjórum stigum frá fallsæti.

1. deild kvenna - A riðill:
18:30 Grindavík - Víkingur Ó. (Grindavíkurvöllur)
18:30 Tindastóll - BÍ/Bolungarvík (Sauðárkróksvöllur)

1. deild kvenna - B riðill:
18:30 ÍR - Höttur (Hertz völlurinn)

3. deild:
18:30 Víðir - Leiknir F. (Nesfisk-völlurinn)

4. deild - A riðill:
19:00 Kári - Kóngarnir (Norðurálsvöllurinn)

4. deild - B riðill:
18:00 Augnablik - KFS (Fagrilundur)
Athugasemdir
banner
banner