fös 22. ágúst 2014 13:20
Elvar Geir Magnússon
Molar fyrir Bayern - Wolfsburg: Skorar Bendtner?
Nicklas Bendtner gekk í raðir Wolfsburg í sumar.
Nicklas Bendtner gekk í raðir Wolfsburg í sumar.
Mynd: Getty Images
Boltinn byrjar að rúlla í þýsku Bundesligunni í kvöld þegar Bayern München fær Wolfsburg í heimsókn klukkan 18:30. SkjárSport sýnir leikinn beint og í opinni dagskrá.

- FC Bayern hefur unnið síðustu sjö mótsleiki sína gegn Wolfsburg samtals með markatölunni 21-2 (3 mörk skoruð að meðaltali í leik).

- Wolfsburg vann Bayern síðast í apríl 2009 en þá enduðu leikar 5-1, tímabilið sem Wolfsburg vann sinn fyrsta og eina Þýskakandsmeistaratitil.

- Wolfsburg hefur tapað 19 af 20 útileikjum gegn Bayern. Eini leikurinn sem liðið náði að forðast tap í München var í desember 2001 (3-3 jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni).

- Ellefu leikmenn Bayern voru á HM í Brasilíu. Sex leikmenn liðsins voru í þýska landsliðshópnum sem vann HM.

- HM-bölvun? Bayern mistókst að vinna þýsku deildina eftir HM 2006 og 2010. Þá hefur liðið aldrei unnið titilinn tímabilið eftir þýskan sigur á HM (1954, 1974 og 1990).

- Robert Lewandowski á 26 ára afmæli í dag og spilar sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern á morgun. Pólverjinn skoraði 74 mörk í þýsku deildinni á fjórum árum fyrir Borussia Dortmund.

- Thomas Müller hefur skorað fimm mörk og lagt upp þrjú gegn Wolfsburg.

- Ivica Olic gæti spilað sinn 200. leik í þýsku úrvalsdeildinni. 55 af þeim hafa komið fyrir Bayern en hann kom til liðsins fra Wolfsburg 2012.

- Luis Gustavo lék 63 leiki fyrir Bayern áður en hann gekk í raðir Wolfsburg fyrir ári síðan. Hann lék með Brasilíu í niðurlægjandi 7-1 tapi gegn Þýskalandi á HM.

- Heimsmeistarinn Jerome Boateng er í leikbanni í opnunarleiknum en hann fékk rautt gegn Hamburg á síðasta tímabili.

- Bayern skoraði 94 mörk á síðasta tímabili í deildinni en aðeins tvö þeirra komu fyrir utan teig úr opnum leik.

- Wolfsburg náði aðeins fimm sinnum að halda hreinu á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner