Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. ágúst 2014 11:25
Magnús Már Einarsson
Pablo Punyed og Farid Zato valdir í landsliðið
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pablo Punyed, miðjumaður Stjörnunnar, hefur verið valinn í æfingahóp hjá landsliði El Salvador fyrir Mið-Ameríkukeppnina sem fer fram í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

„Ég er mjög ánægður og einnig mjög spennt­ur. Ég hef aldrei verið val­inn í landsliðið áður og því er þetta stórt skref fyr­ir mig. Þetta er auðvitað æf­inga­hóp­ur en von­andi næ ég að vinna mér sæti í 23 manna hópn­um,“ sagði Pablo við Morg­un­blaðið í gær.

Pablo kom til Stjörnunnar frá Fylki síðastliðinn vetur en hann hefur staðið sig afar vel í sumar og verið einn af þeim leikmönnum sem hafa komið mest á óvart í Pepsi-deildinni.

Farid Zato miðjumaður KR hefur einnig verið valinn í landslið Tógó sem mætir Gínea 5. september og Gaana 10. september.

Báðir leikmennirnir fara út þegar landsleikjahlé er í Pepsi-deildinni og því munu þeir ekki missa af leikjum með sínum félagsliðum.
Athugasemdir
banner
banner