Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. ágúst 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Meistararnir mæta Wolfsburg
Robert Lewandowski mun leiða sóknarlínu Bayern þetta tímabilið.
Robert Lewandowski mun leiða sóknarlínu Bayern þetta tímabilið.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur tímabilsins í þýsku deildinni er í dag þar sem meistararnir í Bayern München hefja titilvörnina á heimaleik gegn Wolfsburg.

Bayern tapaði fyrir Borussia Dortmund í þýska Ofurbikarnum og það verður spennandi að fylgjast með fyrstu leikjum liðsins í deildinni þar sem Philipp Lahm, fyrirliði liðsins, hélt því fram eftir tapið gegn Dortmund að leikmennirnir væru ekki líkamlega tilbúnir.

Töluverðar breytingar hafa verið á leikmannahóp Bayern í sumar þar sem Robert Lewandowski, Sebastian Rode og Pepe Reina eru meðal þeirra sem hafa komið til félagsins.

Þá hefur félagið misst leikmenn á borð við Toni Kroos, Mario Mandzukic og Diego Contento úr sínum röðum og er spænski miðjumaðurinn Javi Martinez meiddur til langs tíma.

Wolfsburg endaði í fimmta sæti deildarinnar á síðasta tímabili og hefur síðan þá bætt nokkrum mönnum við leikmannahópinn, þá helst Aaron Hunt frá Werder Bremen og Nicklas Bendtner.

Leikur dagsins:
18:30 Bayern München - Wolfsburg (Beint á SkjáSporti)
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Lokomotiv 24 9 11 4 38 31 +7 38
4 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
5 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 24 9 6 9 20 29 -9 33
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner
banner