Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. ágúst 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tim Howard í eins árs frí frá bandaríska landsliðinu
Tim Howard á 104 landsleiki að baki fyrir bandaríska landsliðið og hátt upp í 300 leiki fyrir Everton.
Tim Howard á 104 landsleiki að baki fyrir bandaríska landsliðið og hátt upp í 300 leiki fyrir Everton.
Mynd: Getty Images
Tim Howard, markvörður Everton og landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, ætlar að taka sér eins árs frí frá bandaríska landsliðinu.

Þetta tilkynnti hann á Twitter og Facebook og segir ástæðuna vera tengda fjölskyldulífinu.

Howard er 35 ára gamall og segir að þetta frí sé tekið með leyfi frá Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, enda vill Howard einbeita sér meira að fjölskyldunni.

Howard gerði frábært mót á HM í sumar þar sem hann átti stóran þátt í því að Bandaríkjamenn komust upp úr gríðarlega erfiðum riðli á kostnað Portúgala og Ganverja.

Hann átti þá magnaðan leik gegn Belgíu í 16-liða úrslitum þar sem hann varði tugi skota en á endanum höfðu Belgarnir betur og slógu Bandaríkjamenn út í framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner