banner
   fös 22. ágúst 2014 10:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Vill Man Utd fá Di Maria eða ekki?
Powerade
Di Maria er fastagestur í slúðurpakkanum þessa dagana.
Di Maria er fastagestur í slúðurpakkanum þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Tiote er ekki að fara neitt.
Tiote er ekki að fara neitt.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Juventus og Roma vilja fá Matija Nastasic varnarmann Manchester City. Newcastle og West Ham hafa áhuga á liðsfélaga hans Micah Richards. (Manchester Evening News)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Angel Di Maria leikmann Real Madrid en PSG hefur hætt við að krækja í hann. (Daily Star)

Louis van Gaal vill ekki minnka spiltíma Adnan Januzaj og því gæti hann hætt við að krækja í Di Maria. (Daily Express)

Tottenham er að undirbúa ellefu milljóna punda tilboð í Loic Remy framherja QPR. (Daily Mirror)

Hull hefur hækkað tilboð sitt í Jordan Rhodes framherja Blackburn upp í tíu milljónir punda. (Daily Mal)

Anderson, miðjumaður Manchester United, gæti verið á leið til Sporting Lisabon á 5,5 milljónir punda. (Daily Express)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, segir að Morgan Schneiderlin sé ekki til sölu. (London Evening Standard)

Rio Ferdinand vill taka við enska landsliðinu eftir að hann hættir sem leikmaður (Daily Mail)

Tim Sherwood hefur útilokað að taka við Crystal Palace. (Sky Sports)

Newcastle vonast til að halda Cheick Tiote þrátt fyrir áhuga frá öðrum félögum. (Sunderland Echo)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill meina að Jack Wilshere hafi verið gerður að fórnarlambi yfir slöku gengi Englendinga á HM. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner