Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. ágúst 2016 17:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Víkings R. og ÍBV: Milos gerir þrjár breytingar
Igor Taskovic er á bekknum.
Igor Taskovic er á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 hefst leikur Víkings R. og ÍBV í Pepsi-deildinni. Víkingur er með 21 stig í 8. sæti deildarinnar fyrir leikinn en ÍBV er með 17 stig í 10. sætinu og í fallbaráttu.

Bæði lið eru særð. Víkingar töpuðu 7-0 fyrir Val í ótrúlegum leik í síðustu umferð en Eyjamenn töpuðu bikarúrslitaleik og fallbaráttuslag gegn Fylki í Vestmannaeyjum.

Beinar textalýsingar
18:00 FH - Stjarnan
18:00 Víkingur R. - ÍBV
18:00 Fylkir - ÍA
20:00 Þróttur R. - Valur

Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, gerir þrjár breytingar frá 7-0 tapinu gegn Val. Halldór Smári Sigurðsson, Igor Taskovic og Josip Fucek fara úr byrjunarliðinu. Inn koma Viktor Jónsson, Alan Lowing og Arnþór Ingi Kristinsson.

Hjá ÍBV eru tvær breytingar. Jón Ingason og Simon Smidt koma inn. Andri Ólafsson og Sören Andreasen fara út en sá fyrrnefndi er ekki í hópnum í kvöld.

Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs stýra ÍBV í kvöld eftir að Bjarni Jóhannsson sagði óvænt upp um helgina.

Byrjunarlið Víkings:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Viktor Jónsson
11. Dofri Snorrason
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Alexander Lowing
23. Óttar Magnús Karlsson
25. Vladimir Tufegdzic
27. Marko Perkovic

Byrjunarlið ÍBV:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
4. Hafsteinn Briem
6. Pablo Oshan Punyed Dubon
7. Aron Bjarnason
8. Jón Ingason
9. Mikkel Maigaard Jakobsen
14. Jonathan Patrick Barden
19. Simon Kollerup Smidt
20. Mees Junior Siers
26. Felix Örn Friðriksson
27. Elvar Ingi Vignisson

Beinar textalýsingar
18:00 FH - Stjarnan
18:00 Víkingur R. - ÍBV
18:00 Fylkir - ÍA
20:00 Þróttur R. - Valur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner