Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 22. ágúst 2016 22:21
Alexander Freyr Tamimi
Kristinn Freyr: Enn og aftur er ég pirraður eftir leik
Kristinn Freyr skorar að vild.
Kristinn Freyr skorar að vild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals, var að vonum hæstánægður eftir 4-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Kristinn Freyr skoraði tvö mörk í leiknum, en Valur hefur nú unnið síðustu tvo leiki samanlagt 11-0.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  4 Valur

„Ég er ánægður með að halda hreinu eins og við ætluðum að byrja á að gera og sjá hvað það myndi gera fyrir okkur. Sem betur fer erum við góðir í sókninni líka og náðum að skora fjögur mörk í dag. Þau hefðu kannski getað verið fleiri en aftur á móti eiga Þróttararnir mörg tækifæri líka. Ég hugsa að þetta hafi verið ágætis skemmtun fyrir áhorfandann," sagði Kristinn Freyr eftir leikinn.

„Auðvitað er sjálfstraustið orðið mjög hátt, við erum nýorðnir bikarmeistarar og erum að skora mörg mörk og halda hreinu í leikjum. En við urðum kannski full kærulausir í sóknarleiknum undir lokin á leiknum."

Kristinn var ansi stuttorður en nákvæmur þegar blaðamaður spurði hann hvort það væri ekki svekkjandi að hafa skráð sig strax úr titilbaráttunni með slakri spilamennsku þegar liðið getur augljóslega spilað mjög vel eins og undanfarnar vikur.

„Þú getur rétt ímyndað þér," sagði hann.

Kristinn Freyr skorar að vild þessa dagana og setti tvö mörk í kvöld. Hann var þó pirraður í leikslok.

„Það er svolítið þannig þessa dagana að mér líður eins og ég sé að fara að skora en enn og aftur er ég pirraður eftir leik að hafa ekki skorað þrennu þegar ég fæ svo sannarlega tækifærið til þess í dag. Ég fékk tækifæri til þess í seinasta leik og örugglega þegar ég var búinn að skora tvö mörk áður, þannig ég er frekar pirraður að vera ekki búinn að klára þrennuna í sumar. En sumarið er ekki búið, vonandi næ ég að klára þetta," segir Kristinn, sem þó er ekki farinn að hugsa um að hirða gullskóinn af Garðari Gunnlaugssyni.

„Kannski ef það er tækifæri fyrir lokaumferðina, þá væri það óskandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner