Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. ágúst 2016 14:30
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam hefur áhyggjur af stöðu Hart
Hart er kominn á bekkinn hjá City.
Hart er kominn á bekkinn hjá City.
Mynd: Getty Images
„Þetta er stórt áhyggjuefni," segir Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands, um stöðu markvarðarins Jose Hart.

Hart er kominn á bekkinn hjá Manchester City og hefur fengið þau skilaboð að hann geti yfirgefið félagið kjósi hann svo.

Stóri Sam segir að Hart verði í landsliðshópi Englands sem mætir Slóvakíu í undankeppni HM í næsta mánuði.

Hart á 63 landsleiki fyrir England en fann sig engan veginn á EM 2016. Hann gerði mistök gegn Wales og Íslandi þegar enska liðið féll út í 16-liða úrslitum.

Allardyce hefur ekki opinberað hvort Wayne Rooney verði áfram fyrirliði enska landsliðsins.

„Það eru allir að spyrja hver verði fyrirliði liðsins. Ég ætla að opinbera það á miðvikudag." segir Stóri Sam.
Athugasemdir
banner
banner