Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. ágúst 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Styttist í endurkomu Daniel Ivanovski
Daniel Ivanovski.
Daniel Ivanovski.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ivanovski, varnarmaður Fjölnis, hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum liðsins.

Ivanovski tognaði í nára í lok júlí og hann hefur verið að glíma við þau meiðsli síðan þá. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, segir að stutt sé í endurkomu Ivanovski.

„Hann gæti mögulega verið tilbúinn um næstu helgi. Hann er mikilvægur og klárar tímabilið með okkur," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Ivanovski er 33 ára gamall Makedóníumaður. Hann er á sínu öðru tímabili með Fjölni en í fyrra spilaði hann fyrri hluta sumars með liðinu

Fjölnir gerði 2-2 jafntefli við Víking Ólafsvík í gær en liðið fær Fylki í heimsókn um næstu helgi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner