Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 22. ágúst 2016 16:55
Elvar Geir Magnússon
Verdens Gang: Rúnar líklega látinn fara á morgun
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Verdens Gang segir að líklegt sé að Rúnar Kristinsson verði látinn fara sem þjálfari Lilleström að loknum stjórnarfundi félagsins á morgun.

Lilleström hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu deildarleikjum og er óánægja með frammistöðu liðsins í 1-1 jafntefli gegn Haugesund um helgina.

Framkvæmdastjóri Lilleström benti Verdens Gang á að tala við Owe Halvorsen stjórnarformann félagsins varðandi fundinn á morgun. Halvorsen hefur hinsvegar ekki svarað símtölum og fyrirspurnum norska blaðsins.

„Ég hef í raun ekkert að segja. Ég geri mitt besta til að snúa við þessari stöðu sem við erum í," sagði Rúnar við Verdens Gang. „Þú verður að tala við stjórnina. Fyrir nokkrum dögum hafði ég fullt traust hennar."

Lilleström er í 12. sæti norsku deildarinnar, tveimur stigum frá umspilssæti um fall.
Athugasemdir
banner
banner