þri 22. ágúst 2017 23:24
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
4.deild: Samúel Arnar með Íslandsmet í markaskorun
Samúel Arnar Kjartansson er kominn með 44 mörk í sumar
Samúel Arnar Kjartansson er kominn með 44 mörk í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Samúel Arnar Kjartansson, leikmaður Ýmis, setti nýtt Íslandsmet í markaskorun þegar hann skoraði átta mörk gegn Hrunamönnum í 4.deild karla í kvöld. Það er mbl.is sem greinir frá þessu í kvöld.

Fyrra metið átti Tryggvi Gunnarsson sem skoraði 36 mörk fyrir ÍR í 4.deild árið 1984. Samúel hefur því bætt metið um átta mörk og hann á enn eftir að leika nokkra leiki í sumar.

Leikurinn endaði með 14-1 sigri Ýmismanna og tryggði það þeim sæti í úrslitakeppni 4.deildar og efsta sæti riðilsins.

Ýmismenn mæta því KH í 8-liða úrslitum 4.deildar en aðeins tvö lið fara upp í 3.deildina. Áður hafa Álftanes, Kórdrengir, KH, Augnablik og ÍH tryggt sig í úrslitakeppnina og þá er fátt sem getur komið í veg fyrir að Hvíti Riddarinn tryggi sig þangað líka.

Mikil barátta er í C riðlinum um síðasta sætið í úrslitakeppninni en þar standa Skallagrímsmenn best að vígi og geta með stigi gegn Ými farið langleiðina með að ná því, nema að Árborg vinni Hrunamenn með tólf marka mun.

Einn annar leikur fór fram í 4.deildinni í kvöld. Afríka vann þá óvæntan 3-1 sigur á SR Í B riðli.

4.deild karla

B riðill

Afríka 3-1 SR

C riðill

Ýmir 14-1 Hrunamenn
Mörk Ýmis: Samúel Arnar Kjartansson 8, Brynjar Orri Briem 2, Ólafur Valdimar Júlíusson 1, Sölvi Víðisson 1, Birgir Magnússon 1, Marteinn Már Antonsson 1.
Mark Hrunamanna: Bergsteinn Björn Bjarnason
Athugasemdir
banner
banner
banner