Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 22. ágúst 2017 21:24
Mist Rúnarsdóttir
Megan: Getur verið jákvætt að vera lítilmagninn
Megan hefur verið FH-ingum mikilvæg í sumar
Megan hefur verið FH-ingum mikilvæg í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Megan Dunnigan átti góðan leik fyrir FH í 1-1 jafnteflinu gegn ÍBV í kvöld. Fótbolti.net náði tali af henni eftir leik en hún var ánægð með liðið sitt að koma til baka eftir að hafa lent undir.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

„Mér fannst við spila vel í dag. Við ætluðum okkur sigur og mér fannst við eiga sigurinn skilið en við erum ánægðar með stigið. Þetta var mikill baráttuleikur og bæði lið fengu marktækifæri en þegar fór að líða að leikslokum fannst mér við halda boltanum vel og eiga fullt af tækifærum sem við hefðum átt að nýta betur.“

FH var ekki lengi að svara fyrir sig eftir að hafa lent undir en Caroline Murray skoraði eftir góða pressu og klaufalegt úthlaup Adelaide Ann Gay í Eyjamarkinu. Megan hrósaði hinni vinnusömu Caroline fyrir markið.

„Þetta var frábært mark hjá Caroline og lýsandi fyrir vinnusemi hennar. Hún fer ein á ein gegn markmanninum og skorar frábært mark utan af kanti. Það sýndi mikinn karakter hjá liðinu að koma til baka og berjast fram að lokum.“

FH-liðið er nokkuð pressulaust um miðja deild en það geislar af því góð stemmning og vilji til að safna stigum. Við spurðum Megan út í það.

„Við höfum oft engu að tapa í leikjunum og erum oft lítilmagninn. Því geta fylgt ákveðnir kostir. Við mætum bara og gefum allt í leikina, sýnum hinum liðunum að við séum samkeppnishæfar,” sagði miðjumaðurinn öflugi meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner