Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 22. ágúst 2017 21:40
Mist Rúnarsdóttir
Sóley Guðmunds: Þór/KA er að sigla þessu heim
Sóley og félagar í ÍBV eru hundsvekktar með stigasöfnunina eftir EM-pásu
Sóley og félagar í ÍBV eru hundsvekktar með stigasöfnunina eftir EM-pásu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta eru mjög mikil vonbrigði og við þurfum að skoða vel hvað er í gangi hjá okkur. Við getum ekki haldið forystu þegar við náum henni. Það er eins og við dettum niður á eitthvað lægra plan og höldum að þetta sé komið,“ sagði Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, eftir 1-1 jafntefli við FH. Sóley var að vonum hundsvekkt með úrslitin og fannst liðið sitt ekki ná upp nægum hraða í leikinn.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

Mark ÍBV kom þó eftir vel útfærða og snarpa sókn en liðið náði ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Þetta er það sem við höfum verið að tala um. Að ná meira tempó inná síðasta þriðjunginn og þegar við náum því þá gengur þetta vel en við erum ekkert mikið að skipta um gír í leiknum. Við erum svolítið á sama tempói.“

ÍBV-liðið hefur verið þungt á sér í síðustu leikjum og aðspurð segir Sóley að mögulega getið álag á fámennan leikmannahóp spilað þar inn í.

„Það er náttúrulega mjög mikið álag á okkur fyrstu ellefu og það er eðlilegt að við verðum þreyttar. Hausinn er svo svolítið á öðru en þessu þegar það er augljóst að Þór/KA er bara að sigla þessu heim og það er ekkert í boði fyrir nein önnur lið. Þá er hausinn kannski kominn svolítið á Laugardalsvöll en það má alls ekki vera þannig. Við viljum enda eins ofarlega og við getum í deildinni. Við þurfum að klára það almennilega líka.“

Nánar er rætt við Sóleyju í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner