Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 22. september 2014 10:18
Magnús Már Einarsson
Dragan Stojanovic hættur sem þjálfari KF
Dragan Stojanovic.
Dragan Stojanovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dragan Stojanovic hefur ákveðið að hætta sem þjálfari hjá KF í 2. deildinni.

Dragan tók við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni síðastliðið haust og undir hans stjórn endaði KF í sjöunda sæti í sumar eftir fall úr fyrstu deildinni í fyrra.

,,Ég er búinn að keyra stanslaust í kringum Akureyri síðustu þrjú ár. Fyrst í tvö ár með Völsungi og núna með KF. Það er svolítið mikið að keyra fram og til baka fimm sinnum í viku þannig að ég ákvað að hætta," sagði Dragan við Fótbolta.net í dag.

,,Ég ætla að halda áfram að þjálfara ef það kemur gott tækifæri. Þetta tímabil hjá KF var fínt. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur í fótbolta en það voru miklar breytingar frá því síðasta sumar því að tíu fóru úr byrjunarliðinu. Það þurfti að byrja upp á nýtt og ég tel fínt að enda um miðja deild. Ég vil þakka leikmönnum og stjórnarmönnum fyrir þetta sumar."

Dragan stýrði Völsungi upp í 1. deild sumarið 2012 en hann hætti með liðið í júlí í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner