Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. september 2014 17:38
Magnús Már Einarsson
KR Íslandsmeistari í 3. flokki karla
KR-ingar fagna titlinum.
KR-ingar fagna titlinum.
Mynd: Óli Brynjar Halldórsson
KR varð á laugardaginn Íslandsmeistari í 3. flokki karla eftir 4-0 sigur á Fjölni í úrslitaleik.

Mörk KR í leiknum gerðu þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Atli Hrafn Andrason, Denis Hoda og Axel Sigurðarson.

KR og Fjölnir leika einnig til úrslita í Bikarkeppni 3. flokks en leikurinn fer fram á Fjölnisvelli kl. 17:00 fimmtudaginn næstkomandi.

Til gamans má geta að fyrir nákvæmlega 10 árum, árið 2004, léku KR og Fjölnir einnig til úrslita í bæði Íslandsmóti og Bikarkeppni 3. flokks. Þá unnu KR í bæði skiptin.

Hér að neðan eru fleiri myndir úr leiknum en myndasmiður er Óli Brynjar Halldórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner