Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. september 2014 12:55
Elvar Geir Magnússon
Mikill áhugi á þjálfarastarfinu hjá Selfossi
Úr leik hjá Selfossi í sumar.
Úr leik hjá Selfossi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Selfyssingar eru í leit að nýjum þjálfara en eins og greint var frá fyrr í þessum mánuði þá ákvað félagið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Gunnar Guðmundsson sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.

„Það hafa þónokkrar umsóknir borist og það virðist mikill áhugi á starfinu. Við skoðum þetta bara í rólegheitum og vöndum valið," sagði Sævar Þór Gíslason, formaður meistaraflokksráðs Selfoss, í samtali við Fótbolta.net.

Ýmsar sögusagnir eru í gangi um hverjir hafa sótt um starfið. Þar hafa Guðjón Þórðarson og Zoran Miljkovic verið nefndir ásamt fleirum. Þá hefur Gunnar Borgþórsson, þjálfari kvennaliðs félagsins, verið orðaður við starfið.

Selfoss hafnaði í níunda sæti 1. deildarinnar sem lauk um helgina.
Athugasemdir
banner
banner