Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 22. september 2014 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Neuer með hættulega takta um helgina
Manuel Neuer nennir ekki að hanga bara í markinu allan leikinn.
Manuel Neuer nennir ekki að hanga bara í markinu allan leikinn.
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer sýndi skemmtilega en gríðarlega hættulega takta í leik FC Bayern gegn Hamburger SV í þýsku deildinni um helgina.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en gestirnir frá München voru heppnir að tapa ekki leiknum eftir úthlaup Neuer sem missti boltann of langt frá sér.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Neuer fer fyrir sendingu og hleypur að miðjulínunni áður en hann hreinsar.

Hann reyndi það aftur á lokamínútum uppbótartímans, nema að þá missti hann boltann of langt frá sér og þurfti að verja með hendi við miðjulínuna. Neuer var heppinn að fá aðeins gult spjald fyrir vikið og ennþá heppnari að andstæðingunum tókst ekki að skora þegar dómarinn ætlaði að beita hagnaðarreglunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner