Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. september 2014 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia í annað sæti eftir sigur á Getafe
Paco Alcacer skoraði fyrsta mark leiksins
Paco Alcacer skoraði fyrsta mark leiksins
Mynd: Fylkismenn.is - Einar Ásgeirsson
Getafe 0 - 3 Valencia
0-1 Paco Alcacer ('7)
0-2 André Gomes ('20)
0-3 Rodrigo ('72, víti)
Rautt spjald: Rodrigo, Valencia ('73)

Getafe og Valencia mættust í eina leik kvöldsins í spænska boltanum og unnu gestirnir leikinn með þriggja marka mun.

Paco Alcacer skoraði fyrsta mark leiksins snemma í fyrri hálfleik og André Gomes bætti öðru marki við skömmu síðar.

Heimamenn sóttu eins og þeir gátu en þeim tókst ekki að minnka muninn og var Valencia yfir í hálfleik.

Í síðari hálfleik stýrðu heimamenn áfram gangi leiksins en gestirnir komust í þriggja marka forystu þegar Rodrigo skoraði úr vítaspyrnu á 72. mínútu.

Mínútu síðar fékk Rodrigo sitt annað gula spjald og var rekinn af velli.

Meira var þó ekki skorað og er Valencia í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner