banner
   fös 22. september 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Bjerregaard: Trn­inic ger­ir margt heimsku­legt á vell­in­um
Aleksandar Trninic fær mikla gagnrýni þessa dagana.
Aleksandar Trninic fær mikla gagnrýni þessa dagana.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andre Bjerregaard gæti hafa leikið sinn síðasta leik með KR. Danski sóknarmaðurinn fótbrotnaði eftir tæklingu frá Aleksandar Trn­inic leikmanni KA um síðustu helgi.

Bjerregaard missir af síðustu tveimur leikjum KR á tímabilinu en samningur hans við félagið rennur út í haust.

Í síðasta þætti Pepsi-markanna voru birtar nokkrar klippur úr leikjum KA í sumar þar sem Trninic leit ekki vel út. Hjörvar Hafliðason sagði meðal annars að Trninic sé að reyna að eyðileggja feril leikmanna með tæklingum sínum.

Bjerregaard lætur Trninic síðan heyra það í viðtali við Morgunblaðið í dag.

„Ég sá þátt­inn í sjón­varp­inu þar sem búið var að klippa sam­an öll at­vik­in með hon­um. Ég hef ekki svo mikið að segja um mann­inn. Hann ger­ir margt heimsku­legt á vell­in­um. Þá er ég ekki bara að tala um það hvernig hann er stund­um ekk­ert að hugsa um að ná í bolt­ann, held­ur hvernig hann leggst niður og væl­ir í hvert skipti sem hann fær eitt­hvert smá­högg," segir Bjerregaard við Morgunblaðið.

„Hann fór niður 4-5 sinn­um í leikn­um við okk­ur og þótt­ist hafa fengið eitt­hvert svaka­högg eða oln­boga­skot. En ég hef ekki mik­inn áhuga á að tjá mig um hann. Ég er auðvitað bara ekki ánægður með þessa stöðu."

Sjá einnig:
Miðjumaður KA sagður reyna að eyðileggja feril leikmanna
Túfa: Algjört bull að hann sé viljandi að reyna að meiða menn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner