Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. september 2017 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Sjálfsmark skráð á Rúnar Alex
Rúnar Alex hefur átt frábært tímabil.
Rúnar Alex hefur átt frábært tímabil.
Mynd: Getty Images
Nordsjælland 2 - 2 Sönderjyske
1-0 E. Asante ('10)
2-0 K. Bartolec ('12)
2-1 Rúnar Alex ('78, sjálfsmark)
2-2 K. Luijckx ('94)

Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik Nordsjælland í dag.

Nordsjælland fékk Sönderjyske í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni. Um Íslendingaslag var að ræða, en Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn hjá gestunum í Sönderjyske.

Nordsjælland komst 2-0 yfir, en Sönderjyske og jafnaði í 2-2. Fyrra mark Sönderjyske var skráð sem sjálfsmark á Rúnar sem átti annars góðan leik, boltinn fór í stöngina og í bakið á Rúnari Alex, sem var að skutla sér, áður en hann fór inn. Algjör óheppni.

Eggert Gunnþór lagði upp seinna mark Sönderjyske.

Rúnar fékk líka gult spjald fyrir að tefja leikinn.

Hér má sjá svipmyndir úr leiknum

Nordsjælland situr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig, en Sönderjyske er í áttunda sætinu með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner