Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. september 2017 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Costa: Atletico er heimili mitt
Costa er að fara aftur til Atletico Madrid.
Costa er að fara aftur til Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Diego Costa er himinlifandi að vera að snúa aftur til Atletico Madrid. Hann er að fara heim.

Costa mætti til Spánar nún áðan, en hann er á leið í læknisskoðun hjá Atletico. Í gær samþykkti Chelsea tilboð frá Atletico upp á rúmar 50 milljónir punda í þennan öfluga sóknarmann.

Costa fór frá Atletico til Chelsea árið 2014, en hann hefur ekki mætt til æfinga hjá Chelsea síðan hann fékk þær upplýsingar að hann væri ekki í áætlunum Antonio Conte fyrir þetta tímabil.

„Ég vildi snúa aftur til Atletico. Ég ætla ekki að sýna vanþakklæti gagnvart Chelsea, þar sem ég var líka mjög ánægður þar, að spila í liði sem var frábært," sagði Costa þegar fjölmiðlar náðu af honum tali á flugvellinum núna fyrir stuttri stund.

„Atletico er heimili mitt og hingað er ég kominn."

Costa var síðan spurður út í formið sitt, hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af því þar sem hann hefur ekki verið að æfa með Chelsea að undanförnu. Costa er ekki áhyggjufullur.

„Ég er ekki í eins slæmu formi og allir halda hér erum við með Oscar Ortega (styrktarþjálfara Atletico) sem mun koma mér í form."

Þessi 28 ára sóknarmaður mun ekki geta spilað fyrir Atletico fyrr en í janúar vegna kaupbannsins sem FIFA setti spænska félagið í. Hann er þrátt fyrir það gríðarlega spenntur.

„Ég er mjög ánægður. Þetta hefur tekið langan tíma, en þetta er saga sem endar vel," sagði Costa.

Sjá einnig:
Diego Costa: Ég er ekki fúll út í neinn
Athugasemdir
banner
banner
banner