Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 22. september 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Væri frekar til í að hafa Costa en Morata í mínu liði"
Mynd: Getty Images
Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, var gestur í The Debate hjá Sky Sports í gærkvöldi. Þar talaði hann meðal annars um Diego Costa og Alvaro Morata.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, kaus að ýta Costa út úr leikmannahópi sínum eftir síðasta tímabil og valdi frekar að kaupa Morata frá Real Madrid og nota hann sem sinn fremsta mann.

Ef Phil Neville hefði fengið að ráða þá hefði hann treyst Diego Costa áfram og valið að nota hann frekar en Morata.

„Ég væri frekar til í að hafa Costa en Morata í mínu liði á þessari stundu," sagði Neville í The Debate í gær.

„Ég tel að Costa henti enska leiknum betur en Morata. Morata getur náð langt í framtíðinni, en ef þú værir þjálfari mótherjans þá værirðu frekar til í að mæta Morata heldur en Costa."

„Morata er öðruvísi, hann treystir meira á fyrirgjafir. Þú getur hent Costa einum í fremstu víglínu og hann mun reynast erfiður fyrir alla í varnarlínunni hjá hinu liðinu, frá vinstri bakverðinum til hægri bakvarðarins. Hann mun reyna að fara illa með þá alla."
Athugasemdir
banner
banner