Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. september 2017 15:25
Magnús Már Einarsson
FIFA tilnefnir leikmenn og þjálfara ársins
Ronaldo vann verðlaunin í fyrra.
Ronaldo vann verðlaunin í fyrra.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur tilkynnt hvaða leikmenn koma til greina í vali á leikmanni ársins 2016.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vann þessi verðlaun í fyrra og hann er tilnefndur í ár líkt og þeir Lionel Messi hjá Barcelona og Neymar hjá PSG.

Í vali á besta leikmanni kvenna eru Carli Lloyd (Housth Dash og Bandaríkin), Denya Castellanos (Florida State og Venesúela) og Lieke Martens (Barcelona og Holland) tilnefndar.

Antonio Conte (Chelsea), Massimiliano Allegri (Juventus) og Zinedine Zidane (Real Madrid) eru tilefndir sem þjálfari ársins í karlaflokki.

Í kvennaflokki koma Gerard Precheur (Lyon), Nils Nielsen (Danska landsliðið) og Sarina Wiegman (Holland) til greina.

Í vali á stuðningsmönnum ársins koma stuðningsmenn Borussia Dortmund, Celtic og FC Kaupmannahöfn til greina.

Markvörður ársins fær einnig sérstök verðlaun en þar eru Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid) og Manuel Neuer (FC Bayern) tilnefndir.

Tilkynnt verður um sigurvegara á sérstöku verðlaunakvöldi þann 23. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner